Færslur frá 5. janúar 2012

JIM!

Fimmtudagur, 5. janúar 2012

Ég ansaðist í ræktina áðan, festi bílinn rækilega þar fyrir utan til að byrja með. Tvær konur á besta aldri gengu framhjá, sátu svo í jeppanum sínum og fylgdust með tveim eldri konum að ýta bílnum mínum. Frekar spes.

Annars tók ég ágætlega á  lærum áðan, ég fann vel fyrir þeim strax að æfingu lokinni. Ég tók tabata sett og mundi loksins eftir skeiðklukkunni, þarf að verða mér úti um lotuklukku.

Ég hóf æfinguna á tabata sprettum. Var á 15 í fyrstu 6 lotunum og 16 í síðustu tveim einfaldlega vegna þess að ég þarf að venjast handföngunum á brettunum, það er ekki hlaupið að því að grípa um þau á harðaspretti fyrir óvana.

Næsta sett var hnébeygjur með stöng, hún var afar létt, varla meira en 5-10 kg.
Næsta sett var gleitt hnébeygjuhopp. Þá er ég í gleiðri hnébeygju, tær snúa út í sömu átt og hné.
Næsta sett var gleið hnébeygja með 10 kg lóð milli fóta, (tær snúa út í sömu átt og hné) þægilegast er að nota bjöllu og láta hana síga að gólfi í hnébeygjunni.
Síðasta hnébeygjusettið átti að vera overhead squat en þar sem axlir eru í rusli, og er enn aum eftir hálsríginn, þá tók ég einungis 4 sett með litlu stöngina.
Næst var plankasett í 8 mínútur, þá var ég með 4 æfingar í lotu.
1. planki
2. hliðarplanki hægri hlið
3. hliðarplanki vinstri hlið
4. mismunandi hreyfður planki
4.1. hné að olnboga
4.2. rugga fram og til baka
4.3. hægri fæti lyft frá gólfi
4.4.vinstri fæti lyft frá gólfi
1, 2, 3 og 4.1 tekið fyrst, 1,2,3 og 4.2 tekið næst o.s.frv.

Síðast tók ég teygjur í lotum. Hver teygja var í 2×30 sek, 10 sek pása á milli.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm

Lagið

Fimmtudagur, 5. janúar 2012

Á meðan þú hefur til dótið fyrir ræktina er bara æði að dilla sér við Night time is the right time með CCR

Síðan er fyrsta lagið sem þú setur á þegar í ræktina er komið  Run trough the jungle. Mér persónulega finnst útgáfan hjá Gildrumezz betri, mikið þéttari og gefur meiri fyllingu í fætur þegar hita skal upp. Sú útgáfa er því miður ekki á youtube.

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Fimmtudagur, 5. janúar 2012

Be not afraid of going slowly, be afraid of standing still

Biribimm biribamm