Færslur frá 8. janúar 2012

Lagið

Sunnudagur, 8. janúar 2012

Blús á alltaf við, allstaðar. It hurts me too með Elmor James er flott að hlusta á í tabata sprettum, smella svo fingrum í pásunum. Þvílíkur fílíngur :)

Svo er tilvalið að hlusta á sama lag í útgáfu Susan Tedeschi þegar heim er komið í afslöppun.

Hreyfingin í dag var 5 km skokk. Mjög gaman að hlaupa úti í slabbi og snjókomu, ég er búin að vera fúl yfir hálkunni og að komast ekki út að hlaupa. Smá útivera reglulega ætti að vera skylda, veður engin fyrirstaða.

Biribimm biribamm