Færslur frá 21. janúar 2012

Æfing vikunnar

Laugardagur, 21. janúar 2012

Þar sem ég er þessar vikurnar ekkert að æfa af viti heldur að taka léttar æfingar og göngur ætla ég að setja inn æfingu vikunnar - ákveðna áskorun fyrir ykkur.

Hugmyndin er að þið framkvæmið þessa einu æfingu reglulega yfir vikuna, kannski 4-5 sinnum, (ásamt ykkar venjulega æfingaprógrammi ef þið eruð með það), teljið endurtekningar eða takið tíma fyrsta daginn (tímataka hentar betur því betra formi sem þú ert í) og síðan ekkert fyrr en viku seinna. Þið skrifið einnig niður hvað ykkur finnst um þessa tilteknu æfingu í upphafi og lok viku og sjáið hvort afstaða ykkar hefur breyst.

Æfing vikunnar er mountain climbers. Gerðu æfinguna eins hratt og mögulegt er eins lengi og þú getur. Ef þú stoppar er talningu eða tímatöku lokið en þú heldur samt áfram með æfinguna. Þá má það sem eftir er viku að taka æfinguna í tabata settum eða föstum endurtekningum, 150 stykki á hvorn fót (talning í prófi telst ekki með).

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm