Færslur frá 3. febrúar 2012

Hvað, hvenær og hvernig áttu að borða?

Föstudagur, 3. febrúar 2012

Það er ekki bara slæmt að borða of mikið heldur einnig lítið og óreglulega. Það besta sem við gerum fyrir líkama okkar er að borða hóflega skammta með reglulegu millibili að og mestu nærringaríka fæðu. Fólk sem á við offituvandamál að stríða á afar oft við vannæringu að etja, einfaldlega vegna þess að næringin í fæðunni er að skornum skammti, fæðan er nánast einungis pökkuð orku. Þetta á einnig við um grannt fólk og grannt fólk getur einnig verið pakkað af innri fitu. Ef þú hreyfir þig lítið og borðar hitaeiningaríkann og/eða næringarsnauðann (jafnvel suman næringarríkan) mat þá er innvolsið í líkamanum þínum líklega einnig þannig.

Orku úr mat færðu frá kolvetnum, próteinum og fitu. Vítamín, steinefni, (trefjar) og plöntuhollefni eru orkulaus næringarefni í kolvetnum, prótínum og fitu.

“Allt er best í hófi” á vel við þegar kemur að fæðu. Einnig “það sem er satt og rétt fyrir þig er það ekki endilega fyrir aðra”. Ég hef séð þó nokkuð margar deilur um hvort kolvetnaríkara eða prótínríkara fæði sé betra. Mér hefur sýnst niðurstaðan vera sú að það er bara misjafnt hvort fólk þolir betur. Allajafna eiga almennar ráðleggingar vel við okkur flest en við verðum svolítið að meta sjálf hvað er best fyrir okkur, hvað það er sem okkur líður vel af og hvað illa.  Einnig eru deilur um það hvort það sé best að borða oft en lítið eða mikið og sjaldnar. Hér á það aftur við hvað hentar þér best. Aðalmálið er að ákvarða hver hitaeiningþörf okkar er og dreifa því svo yfir daginn, í þrem skömmtum eins og gert er hjá OA (minnir mig, maturinn er vigtaður) eða 6 skömmtum (eða oftar).

Hérna er dæmi úr bókinni “Næring og hollusta” eftir Elísabetu S. Magnúsdóttur um  dreifingu máltíða og er ágætt til viðmiðunar. Við fleiri millimál er einfalt að klípa af t.d. hádegisverði.
Morgunverður 20-25% af orku- og næringarþörf
Hádegisverður 25-30% af orku- og næringarþörf
Síðdegishressing 10% orku- og næringarþörf
Kvöldverður 30-35% orku- og næringarþörf
Kvöldhressing 10% orku- og næringarþörf
Þú reiknar út fyrir þig með því að margfalda % tölunni með heildarhitaeininganeyslu þinni yfir daginn og deilir með 100. Dæmi: 25*2000 kcal/100=500 kcal

Við spáum oft of lítið í hvað við látum ofan í okkur. Við svölum skyndiþörfum, setjum köku á tankinn og með þeirri orku við drífum nokkra metra í hamborgarann handan við hornið. Ef þú ert fullkomlega hreinskilin/n við þig sjálfa/n og hugsar virkilega um það - hvernig líður þér?

Þegar við borðum sveiflukennt og/eða orkuríkan mat getur verið erfitt að snúa sér að hollari kosti. Yfir okkur kemur þessi gríðarlega löngun í ‘eitthvað’. Þetta ‘eitthvað’ er ekki hollt og gott heldur eitthvað sveitt og sykrað. Þetta ‘eitthvað’  vomir yfir okkur í tæpa viku eða svo, og er rétt að lagast þegar við lendum á nammidegi. Þá hefst sami vítahringurinn - ‘eitthvað’ ber að dyrum. Ég finn það vel með sjálfa mig að þegar ég er að borða góðan mat og fæ mér síðan sætindi um helgi, þá er ‘eitthvað’ að bögga mig næstu daga á eftir. Þetta er spurning um að þrauka í nokkra daga á meðan ‘eitthvað’ líður hjá.

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Föstudagur, 3. febrúar 2012

299222_632290419930_215902341_33276283_256646391_n.jpg