Færslur frá 6. febrúar 2012

Mynd dagsins

Mánudagur, 6. febrúar 2012

381225_295523163822316_141179555923345_818634_588992001_n.jpg

Æfing dagsins

Mánudagur, 6. febrúar 2012

Nú hef ég enga afsökun lengur fyrir að dóla mér í rólegheitunum, því var tekið smá á því með Tabata í dag.

Við vorum búin að hita upp með því að skokka og taka tvo suicide spretti.

Fyrsta æfingin var hnébeygjur, í annaðhvert skipti var hvílt í 90° stöðu

Næsta æfing var planki (snúa mjöðmum til hliða), hliðarplanki með snúningi (sitthvor hliðin), planki, planki og lyfta öðrum fæti og síðan hinum fætinum, síðustu tvö settin eru hliðarplankar með snúningi (betra jafnvægi næst með því að setja efri fótinn fyrir framan).

Síðan voru sprettir með körfubolta, þ.e. boltanum var driplað á meðan. Ef við misstum boltann áttum við að taka armbeygjur í hvíldinni en það klikkaði enginn.

Síðasta æfingin var englahopp og armbeygjur, skipst á. Gefa vel í í restina.

Ég keypti mér svo í dag lotu tímasjórnunartæki, bara sniðugt að vera með í lotuþjálfun.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm