Færslur frá 13. febrúar 2012

MánudagsTabata

Mánudagur, 13. febrúar 2012

Æfingin í dag var þrælskemmtileg og auðvitað krefjandi :)

Við hituðum upp með því að skokka nokkra hringi, gera háar hnébeygjur og hæl í rass og axlapressur.

Fyrsta æfingin var hnébeygjuhopp fram á við og tipplað afturábak að byrjunarreit (eins og fyrsta æfingin í myndbandinu fyrir utan hoppið í lokin). Í hoppinu verður að gæta þess, eins og alltaf í hnébeygju, að hné fari ekki framfyrir tær.

Næsta æfing var bjarnarganga, frekar asnaleg æfing en tekur á fótum, höndum, kvið, bak og rass.

Þriðja æfingin var uppáhaldið mitt, burpees, nema með hliðarhoppi.

Fjórðu æfingunni var skipt í tvennt. Skipst var á að gera æfingu sem kallast 5cm (finn ekki myndband), þú liggur á bakinu, hefur hendur undir rassi og lyftir fótum eins stutt frá gólfi og þú treystir þér til og horfir á tær (og heldur þeirri stöðu), og planka.

Síðsta æfingin voru sprettir.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm