Færslur frá 20. febrúar 2012

Æfingin í dag

Mánudagur, 20. febrúar 2012

Ég var með tabata í kortunum og það mættu 7 til að vera með, bara gaman. Nú er ég ægilega spennt fyrir næsta mánudegi.

Fyrst blandaði ég saman yoga chair pose (stoppa niðri í pásu og anda inn í teygjuna) og hnébeygju (skiptast á). Mjóbakið er oft ægilega stirt og hjálpar stóla stellingin til við að liðka bakið fyrir hnébeygju.

Næsta æfing var planki. Fyrstu tvær lotur fóru í hliðar saman hliðar með fætur, síðan hægri fót upp og niður og síðan vinstri fót, og endurtekið svo.

Þriðja æfingin var tíhöfða hamar og þríhöfða afturspyrna, skipst á

Fjórða æfingin var hnébeygja - hliðarskref

Og fimmta og síðasta axlarpressa og bakróður, skipst á

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Mánudagur, 20. febrúar 2012

320062_131862253589126_100002960570497_152459_326955073_n.jpg