Færslur frá 27. febrúar 2012

Æfing dagsins

Mánudagur, 27. febrúar 2012

Mánudagur þýðir bara eitt - TABATA

Við vorum eingöngu með palla í dag, skokkuðum létt fyrir upphitun og liðkuðum mjaðmir og axlir.

Æfing eitt var sprengi upphopp

Æfing tvö var planka ganga upp á pallinn, til hliðar ekki fram eins og sýnt er á myndbandinu hér, við vorum s.s. með pallinn á milli handa.

Æfing þrjú var hliðarhopp upp á pall og yfir (svo til baka) og framhopp á pallinn (ekki yfir) (skiptst á)

Æfing fjögur var planka ganga upp á pall eins og sýnt er á myndbandinu

Síðasta æfingin var uppstig á pall og í 2 lotum var hopp upp á (í stað skrefa)

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm