Færslur febrúarmánaðar 2012

Mynd dagsins

Þriðjudagur, 14. febrúar 2012

407239_348744001827013_156516954383053_1115554_1609582229_n.jpg

MánudagsTabata

Mánudagur, 13. febrúar 2012

Æfingin í dag var þrælskemmtileg og auðvitað krefjandi :)

Við hituðum upp með því að skokka nokkra hringi, gera háar hnébeygjur og hæl í rass og axlapressur.

Fyrsta æfingin var hnébeygjuhopp fram á við og tipplað afturábak að byrjunarreit (eins og fyrsta æfingin í myndbandinu fyrir utan hoppið í lokin). Í hoppinu verður að gæta þess, eins og alltaf í hnébeygju, að hné fari ekki framfyrir tær.

Næsta æfing var bjarnarganga, frekar asnaleg æfing en tekur á fótum, höndum, kvið, bak og rass.

Þriðja æfingin var uppáhaldið mitt, burpees, nema með hliðarhoppi.

Fjórðu æfingunni var skipt í tvennt. Skipst var á að gera æfingu sem kallast 5cm (finn ekki myndband), þú liggur á bakinu, hefur hendur undir rassi og lyftir fótum eins stutt frá gólfi og þú treystir þér til og horfir á tær (og heldur þeirri stöðu), og planka.

Síðsta æfingin voru sprettir.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Spínatsalat

Sunnudagur, 12. febrúar 2012

Mikið af spínati, lambakjöt (ég var með ofnbakaðar framhryggsneiðar), blaðlaukur og fetaostur - afar gott. Það var ekki einu sinni afgangabragð af lambinu daginn eftir.

Biribimm biribamm

Búst

Laugardagur, 11. febrúar 2012

Frosinn ananas og vatn, þarft ekki meira. Bragðgott og ferskt, en það er að sjálfsögðu ekkert að því að skella í þetta sætuefni af einhverju tagi. Blandarinn minn eyðilagðist og því er ég að nota matvinnsluvél til að útbúa mína bústa, það er bara nokkuð gott að hafa kjötið með.

Í ananas er mikið af mangan og C vítamíni.

Mangan er virkur þáttur í ýmisskonar ensímum, þar með talið ensímum sem stjórna blóðsykri, orkuframleiðslu og skjarlkirtilsstarfsemi. Það er ómissandi við framleiðslu líkamans á andoxunarensíminu SOD (superoxide dismutase) sem hefur jákvæð áhrif á fólk með gigt og langvarandi bólgusjúkdóma. Mangan er mikilvægt fyrir efnaskipti prótíns og fitu, heilbrigði tauga og ónæmiskerfið. Eðlilegur beinvöxtur, myndun brjósks og liðvökva er allt háð nærveru mangans. Líkaminn þarfnast þess einnig við nýtingu B1- og E-vítamíns”.

“Hlutverk C-vítamíns til viðhalds heilbrigði líkamans er margþætt. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun bandvefs, er stór þáttur í vexti og heilbrigði æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. C-vítamín hjálpar sárum að gróa og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum. Líkaminn þarfnast aukins C-vítamíns þegar hann er undir andlegu eða líkamlegu álagi. C-vítamín er sindurvari (andoxunarefni) þ. e. ver frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda”.

Tekið af Heilsa.is

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Laugardagur, 11. febrúar 2012

Erum við skaparar hugsana okkar eða fórnarlömb?

Biribimm biribamm

Fæðutengd vandamál

Fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Að finna út úr fæðutengdum vandamálum getur verið þrautinni þyngri. Ekki nóg með að meltingafærin séu í klessu, allskonar önnur einkenni eru líklegast að angra þig, vinnufélagar eru grenjandi þar sem það getur oft verið erfitt að standa skil á vinnu, allir eru vitringar  með allskonar ráðleggingar, endalausar spurningar og yfirheyrslur varðandi þitt matarræði og síðast en ekki síst fólk með leiðindi þegar þú ert að reyna að borða af því að þú gætir fengið illt í magann. Einkenni í maga eru ekki samkvæmt klukku, þau gætu hafist nokkrum mínútum seinna eða sólarhring seinna. T.d. fékk ég mér tómatsúpu eitt kvöldið, fékk strax mikla ólgu í maga sem vissulega gaf ákveðna vísbendingu en súpan byrjaði að koma niður seinnipartinn daginn eftir og fram á kvöld. En hvað var það í súpunni? Var það tómatar, hvítlaukur, chilli, svartur pipar, doritos eða ostur?

Það er erfitt að greina óþol, eða iðraólgu, eða leka þarma eða hvað sem þetta getur verið en allt þetta byggist á því sama, að borða það sem fer vel í mann. Meltingarsérfræðingur sagði að þetta væri iðraólga, sem ég var búin að skoða áður en mér þótti ekki eiga við mig. Við nokkurt gúgl þá fann ég misvísandi upplýsingar og erfitt að borða í samræmi við það.

Andleg heilsa fer hnignandi vegna alls þessa álags og því verður oft erfiðara og erfiðara að takast á við veikindin og vandamálin sem þeim fylgja.

Hjá mér er þetta ekki svo einfalt að ég hafi getað tekið út mjólkurvörur eða glútein, það er ekki það sem er að angra mig. Einstaka fæðutegundir eru að angra mig og að finna út úr því er eins og að elta einn fisk í Þingvallavatni.

Einkennin hjá mér hafa verið margvísleg og vil ég tengja þessi einkenni fæðuóþoli. Vissulega geta þau verið ótengd, en ég hallast helst að því fyrrnefnda.
Einkenni frá meltingarfærum, slæmir verkir og/eða smjörkenndar hægðir eða niðurgangur
Ég hef haft einkenni frá lungum, látið kanna þau oftar en einu sinni en ekkert kom í ljós
Ég hef haft einkenni frá hjarta, verið tekið hjartalínurit og verið tengd holter (sólarhringsmæli) en ekkert kom í ljós
Ég hef átt afar erfitt með einbeitingu og minni
Sinnuleysi er stundum algjört
Mikill þurrkur í slímhúð
Kláði
Fótapirringur
Depurð og grátgirni
verkir í eggjastokkum (hæpið samt)

Svona er ég búin að vera í eitt ár. Nema fyrir ári síðan var ég afar ánægð með lífið og tilveruna og smám saman hefur lundarfar mitt þyngst. Núna snýst líf mitt um að finna út hvað er að angra mig, verja mig fyrir árásum fólks og óska þess að næsti dagur verði betri.

Fólk heldur að það sé rosalega auðvelt að skrifa bara lista og ef ég fæ illt í magann að finna þá út úr því út frá þessum lista. Allajafna eru um og yfir 200 fæðutegundir sem við neytum að staðaldri, daglega um það bil 20.

Þú þarft að finna út hvað er að angra þig. Þú byrjar á að taka út mjólk, en ekki ost, í nokkra daga. Líðanin skánar og þú ert með mjólkursykursóþol, líðanin skánar ekki og næst á dagskrá er þá að taka út ostinn einnig. Líðanin skánar og þú ert með mjólkurpróteinóþol, líðanin skánar ekki og það eru ekki mjólkurvörur.

Næst er það glútein. Þú tekur út allt glútein í nokkurn tíma, líðanin skánar og þú ert með glúteinóþol. Líðanin skánar ekki og þá er það næsta.

Þú prufar alla stóru flokkana, t.d. frúktósa, glúkósa, mjöl, ávexti, grænmeti en það eru ekki stóru flokkarnir heldur einstaka fæðutegundir. Þá ertu farin að synda í Þingvallavatni og rembist við að ná þessum eina fisk af 200. Ætli það sé svo auðvelt?

Ég er að fara að prufa aðra nálgun núna, fjögurra daga rúllur. Þá er með fjórar fæðutegundir af hverjum flokk og skipt þeim niður á daga, rúlla þessu í allavegana tvö skipti, síðan ef ég fæ einkenni þarf ég bara að finna út úr 13 fæðutegundum - að því tilskyldu að ég fái einungis einkenni einn dag. En það er von mín að allavegana einn dagur verði góður svo ég geti haft 13 fæðutegundir inni og bætt hinum við smám saman. Til að byrja með hef ég 13 flokka, ef það er ekki að virka verð ég að fækka þeim. Síðan er ég með einkennalista sem ég krossa við.

Hérna er listi yfir það sem ég er að fara að prufa, hann er ekki tæmandi. Ávexti og grænmeti þarf ég að prufa bæði ferska og eldaða. Yfirleitt á maður að þola vel fæðu af sömu ættkvísl, t.d. er blómkál og spergilkál af sömu ætt og ef ég þoli blómkál ætti ég að þola hitt. Þetta þarf því ekki endilega að vera svo flókið. Ég geri  þetta svona vegna þess að ég er búin að vera að taka inn og taka út svo lengi að ég er orðin hringskoppandi vitlaus á þessu öllu saman.
Ég er einnig að kanna bætiefnin sem ég er að taka, ég hef grun um t.d. að kalk og magnesíum blanda sem ég hef verið að taka fari illa í magann á mér.

Ávextir og ber
Epli, eplamús, þurrkuð epli, aprikósur, þurrkaðar aprikósur, bláber, (banani - ofnæmi), brómber, kirsuber, trönuber, þurrkuð trönuber, rifsber, sólber, döðlur, gráfíkja, greip, melónur (allar tegundir), gojiber, kíví, sítrónur, lime, mandarínur, mangó, nektarínur, appelsínur, ferskjur, perur, plómur, ananas, granatepli, vínber, rúsínur, hinber, jarðaber

Grænmeti,rætur, laukar og krydd
Lárpera, aspas, eggaldin, spergilkál, grasker, hvítkál, gulrætur, blómkál, sellerí, kínakál, kúrbítur, jöklasalat, grænkál, blaðlaukur, laukur, rauðkaukur, steinseljurót, nípa, paprika, kartöflur, radísur, skallotlaukur, spínat, vorlaukur, maísbaunir, maískólfur, sætar kartöflur, gulrófur, rauðrófur, tómatar, næpur, hvítlaukur, chillí

Hnetur og fræ
Möndlur, brasilíuhnetur, kasjúhnetur, kastaníuhnetur, kókos, heslihnetur, pekanhnetur, jarðhnetur, furuhnetur, pistasíur, valhnetur, sesamfræ, sólblómafræ, hörfræ, birkifræ, sinnepsfræ

Baunir, ertur og linsur
Nýrnabaunir, aduki baunir, kjúklingabaunir, smjörbaunir/limabaunir, soya baunir, pintobaunir, hvítar baunir, svartar baunir, linsur, snjóbaunir, strengjabaunir, grænar baunir

Mjöl
(Bygg, verð mjög veik af), hveiti, heilhveiti, hveitikím, hveitiklíð, hafrar, rúgur, hrísmjöl, maísmjöl, hvít hrísgrjón, brún hrísgrjón, fínt spelt, gróft spelt, hirsi, tapicoa

Mjólkurvörur
(Sýrðar mjólkurvörur s.s. skyr, ab, súrmjólk og jógúrt framkalla vonda svitalykt), mjólk, ferskir smurostar, kotasæla, rjómaostar, fastir ostar, fetaostar, mygluostar

Prótein
Egg, lamb, naut, svín, kjúklingur, kalkúnn, skelfiskur, ýsa, þorskur, langa, steinbítur, rauðspretta, lúða, silungur, lax

Sætuefni
Dökkt súkkulaði, hunang, hvítur sykur, hrásykur, stevia, agave

Fitur
Smjör, hörfræsolía, olífuolía, hnetuolía og fleiri sem ég finn út seinna.

Drykkir
Kaffi, te, kolsýrt vatn

Vonandi að einhver hafi gagn af þessu, ég mun einnig birta matseðlana mína, þ.e. rúllurnar

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Arnold Schwarzenegger er snillingur

424499_10150658346047053_128329992052_11365210_1952721469_n.jpg

Veruleikinn

Þriðjudagur, 7. febrúar 2012

Veruleikinn er yfirleitt eins og þú sérð hann með berum augum, sjaldnar eins og hann birtist þér í heimi tækninnar karl og kona

Biribimm biribamm

Áætlun vikunnar

Þriðjudagur, 7. febrúar 2012

Ég er afar dugleg að setja mér áætlun en minna dugleg að fara eftir henni. Stundum hef ég ágætis afsökun, fer eftir hvort ég sé góð í maganum (ég á núna fleiri góða daga en slæma).

Í gær var æfing dagsins
Í dag spilaði ég badminton með elsku systur minni
Á morgun mun sund verða fyrir valinu
Á fimmtudaginn er karfa og yoga þegar heim er komið (The biggest loser weight loss yoga)
Á föstudaginn er útiskokk
Á laugardaginn yoga
Og á sunnudaginn undirbý ég mig andlega undir tabata tíma sem ég ætla að vera með í hádeginu á mánudaginn. Þetta verða 30 mínútur af hreinni illsku, ó hve ég er spennt!

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Mánudagur, 6. febrúar 2012

381225_295523163822316_141179555923345_818634_588992001_n.jpg