Færslur marsmánaðar 2012

Grýta

Laugardagur, 31. mars 2012

Ég átti afgangs rauð- og hvít hrísgrjón og ákvað að henda saman í grýtu. Ég held að þetta sé svipað og pakkagrýta, nema bara hollari.

006.JPG

3 hvítlauksrif
Púrrulaukur
hakk
1 dós heilir tómatar
Hálf rauð paprika, frekar smátt skorin
Afgangs hrísgrjón
Maldon saltflögur
Svartur pipar
Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
Chilliflögur

Ég skar hvítlaukinn á ítalskan máta, þeir berja rifið, taka hýðið af druslunni og saxa hann svo. Við þetta losnar víst um olíur í hvítlauknum.

Ég steikti á pönnu 3 hvítlauksrif og afgangs púrrulauk, síðan skellti ég svínahakki á pönnu og steikti þetta allt saman voða vel.

Í blandarann skellti ég einni dós af heilum tómötum, salti, svörtum pipar, þurrkuðum chilliflögum (er í poka, fæst t.d. í Krónunni) og kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og blandaði vel saman. Ég setti með í smástund paprikubitana til að fá bitana aðeins minni.

Þegar hakkið var tilbúð setti ég á pönnuna hrísgrjónin, sem voru soðin fyrir, og brasaði þau í smástund, síðan sósuna og um dl af vatni (má vera að það þurfi meira að minna).

Ég leyfði þessu að malla þangað til þykkt, kryddaði þar til það féll að mínum smekk, skellti þessu á ristað brauð og ost yfir. Það er örugglega mjög gott að nota annars konar ostabita, t.d. fetaost, ljúfling, kastala eða kotasælu, vera með þessu kartöflumús, þunnt sneitt gufusoðið grænmeti eða hvað þér þykir gott.
010.jpg

Biribmm biribamm

Í áttina að hollari mataræði

Mánudagur, 26. mars 2012

Reyndu eftir bestu getu að borða sem hreinastan mat, langflestallur unnin matur inniheldur viðbættan sykur (eða gervisætu eða kornsýróp). Ef þig langar að nota sykur, notaðu þá sykur, en hugleiddu aðeins sykurmagnið sem þú neytir hvern dag með tilbúnum mat. Ég held að það sé aðeins betra að sykra matinn heima heldur en kaupa hann tilbúinn og ofursykraðann, þú veist þá u.þ.b. hvað þú ert að neyta mikils sykurs/sætu. Fínt er að reyna að skipta hvíta sykrinum að einhverju leyti út fyrir hrásykur, hlynsíróp eða hunang. Já eða jafnvel agave eða stevíu, það er bara smekksatriði. Það þarf að venjast svolítið að borða ekki dísætt í öll mál.

Bara lítið dæmi: morgunkorn = sykur, tilbúin samloka =sykur, tilbúnir drykkir = sykur eða sæta, álegg flest = sykur, tilbúnar sósur (t.d. tómatsósa) = sykur/sæta/sýróp, hreinir safar eru yfrleitt “concentrate”, innihaldslýsing þarf ekki að fylgja af því og í því er mögulega sykur eða sæta. Endilega spáðu aðeins í þetta.

Fitu eða fituskertur matur, skiptar skoðanir um það í dag. Nýlega er farið að segja að því næst uppruna sem maturinn er því hollari er hann. Fita var einu sinni djöfullinn en við fitnum og fitnum þrátt fyrir fituskerðingu. Að sjálfsögðu er stórt partur af því mikið unnin matur, en má vera að það sé eitthvað til í hugmyndir um fituskerðingu.  Veldu bara hvað þér þykir best, fita eða fitusnautt, athugaðu samt sykur og sætumagnið í þessu fituskerta.

Gróft brauð er hollt og gott en til að sleppa brauði milli mála er hægt að fá sér:

Ávexti og/eða grænmeti; sneiddu gúrku eða papriku (nú eða bæði), snjóbaunir, gulrætur, spergilkál eða ávexti sem þér þykja góðir. Það er ekkert meira vesen að skera ávexti eða grænmeti heldur en að smyrja brauð eða hrökkbrauð, það er bara blekking.

Grísk jógúrt er þykk og því tilvalin til að gera jógúrt að þínum smekk. Ég hræri oft kaffi saman við og er þá komin með afar góða kaffijógurt. Einnig er hægt að þynna hana með mjólk (eða sleppa því) og henda svo í ávaxta- eða berjabitum eða  blanda í blandara með mjólk og frosnum eða ferskum ávöxtum eða berjum, setja morgunkorn út á eða múslí eða hvað sem þér dettur í hug.
Að öllu jöfnu sneiði ég hjá sýrðum mjólkurvörum vegna þess að svitalyktin af mér verður vond, en ég fæ mér einstaka sinnum.

Hrökkbrauð er fínt sem millimál, skella á þetta grænmeti og próteini.
Uppáhaldið mitt þessa dagana er sykurlaus sulta og kotasæla (St.dalfor sulta)
Dæmi um Próteingjafa: smurostur, kotasæla, kjúklingaskinka og egg
Dæmi um grænmeti: spínat, paprika, agúrka, aspas, tómatur, laukur, grænkál eða aðrar tegundir af salati eða káli

Beef jerky (er bezt í heimi, fæst í kosti) og harðfiskur eru góðir próteingjafar en því miður dýrir, það er ágætt kaupa þetta samt í staðin fyrir nammi. Það er vel þess virði!

Lúka af hnetum/fræjum og þurrkuð trönuberju/rúsínur, hneturnar og fræin verða mýkri og bragðbetri (finnst mér) ef þau liggja í bleyti í 12 tíma fyrir átu.

Þeytinga (boozt), mjólk er ágætis próteingjafi í þeyting ef þú þolir hana

Goji ber eru sögð vera holl, mér finnst þau vond á bragð og lauma ég þeim í þeyting

Avocado á að vera svakalega hollt, mér finnst það vont á bragðið og því lauma ég því í þeyting.

Í staðin fyrir nammi er hægt að fá sér:

Dökkt súkkulaði er alls ekki talið vera slæmt, ekkert athugavert við að bræða það og blanda með rjóma eða íslensku smjöri og henda einhverju dótaríi útí (ber, kókos, hnetur)

Gott sykurlaust hnetusmjör er dásemd til átu, en varasamt því það er afar hitaeiningaríkt. Mér finnst það of þurrt eitt og sér en það er mjög gott t.d. með epli eða banana, á samloku með sykurlausri sultu eða smá klessa á suðusúkkulaði (dásemd).

Í staðin fyrir bounty og snickers eru Hnetu- og kókosstykkin frá Sollu/Himneskri hollustu miklu betri kostur, og jafnvel bragðbetri. Þetta er álíka dýrt, en ég hef heyrt umkvartanir um að þarna sértu að fá minna fyrir peninginn - en hvað með það? Af hverju þarftu meira og stærra?

Biribimm biribamm

Mánudagur = skemmtun aka Tabata

Mánudagur, 26. mars 2012

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)

Nema við tókum æfingahring, 5 æfingar - átta hringir í stað hver æfing átta sinnum. Ég stilli þá lotu tímamælinn á 40 endurtekningar. Sem sagt, æfing 1,2,3,4,5 og svo 1,2,3….X8 o.s.frv. Þetta er erfitt en ansi skemmtilegt, það er engin tími til að anda í þessar 20 mínútur

Æfing eitt var sipp, sumir gerðu tvöfalt undir sem er fínt

Æfing tvö var dekk hnébeygja (deck squat, fögur þýðing hjá mér), nema við vorum með lóð og við lyftum mjöðmum þegar við létum lóðið nema við gólf (nánari útlistun hefst á mínútu 2:24 hér)

Æfing þrjú var burpees upp á pall og yfir (eða til baka, gildir einu) - við hoppuðum samt ekki yfir eins og ofvirki gaurinn í myndbandinu, það er næsta skref

Æfing fjögur var skref planki, ert í armbeygjustöðu og stígur með fót eins langt fram og þú kemst, þ.e. að fótur nemi við hliðina á hendi eða höfði.

Æfing fimm var hringkviður, þú liggur á baki í fósturstellingu og notar kviðinn til að snúa þér í hring (ert alltaf á baki, ferð 360° og svo í hina áttina)

Þessum lukum við svo með fjórum sprettum (einn sprettur er yfir lítinn innivöll), bara svona til að kveikja aðeins í keppnisskapinu.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Þriðjudagur, 20. mars 2012

1326960457_wow_strong_old_lady_gag.jpg

Mánudagstíminn

Mánudagur, 19. mars 2012

Ég er án gríns með sviða í lærum, ég býð ekki í það hvernig ég verð á morgun eða þá á miðvikudag. Ég geri mig þó glaða með það að ég verð ekki ein um að skjögra á morgun.

Endinn á æfingunni var með smá breyttu sniði, smá keppni ásamt ýminduðu oreokexi (kann Jens þakkir fyrir hugmyndina)

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)

Fyrsta æfingin var tvíhöfða krulla. Fyrstu tvær lotur var farið upp og niður alla leið, þriðja hálfa leið að miðju og fjórða hálfa leið frá miðju - og síðan eins næstu fjórar þ.e.krulla alla leið og hálfa leið.

Næsta æfing var tvær æfingar í einni  og var það handasveiflur og mjaðmasnúningur (æfing eitt og tvö). Þessar æfingar eru góðar fyrir kvið

Sem og næsta æfing og reif ansi vel í kviðinn en sú var planka ganga, tekur einnig vel á þríhöfða og nánast öllum líkamanum

Fjórða æfingin var hnúahnébeygjur, nema við létum hnefa nema við gólf og handleggir alveg beinir og eiga ekki að hreyfast með.

Næst síðasta æfingin var einungis 4 lotur sú var hnébeygjuhopp

Það síðasta sem við gerðum var planka keppni (ég var svo heppin að vera á skeiðklukkunni og slapp við þáttöku). Liðið átti að ýminda sér að það væri með oreokex á milli rasskinnana, sú sem vann þurfti EKKI að éta kexið. Keppnin verður þreytt síðar og er markmiðið að hver og ein verði búin að bæta tímann sinn um lágmark hálfa mínútu.

Planki er ágætis mælikvarði á styrk í stórum vöðvum, ss. rass, bak og kvið sem og axlarvöðvum, lærvöðva og kálfum sem dæmi.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Tabata í dag

Miðvikudagur, 14. mars 2012

Ég bætti við tíma á miðvikudögum einnig, ég fæ því tvo heila daga í viku til að pynta fólk. Það er fátt skemmtilegra en að sjá fólk svitna og erfiða. En nóg komið af væmni, æfing dagsins var úti í góða veðrinu.

Í dag var ekki venjuleg Tabata rútína ( 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)) heldur 5 æfingar í röð, 8 hringir. S.s. ég geri æfingu eitt, svo tvö, svo þrjú, svo fjögur, svo fimm og byrja svo upp á nýtt - þetta geri ég átta sinnum. Skemmtilegt að breyta aðeins til.

Fyrsta æfingin var hlaup upp og niður stiga

Önnur æfingin var  axlaarmbeygjur og hindúa armbeygjur, skipst á

Þriðja æfingin var öfug bjarnarganga upp brekku (fætur fyrst upp)

Fjórða æfingin var að vera í hnébeygjustöðu með hendur á höfði og púlsa (stutt upp og niður)

Fimmta æfingin var hlaupa hliðarskref 3-4 skref og snerta jörð, síðan í hina áttina og snerta

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Staður til að hvílast á

Mánudagur, 12. mars 2012

Ég er oft þreytt seinnipartinn og er mikið búin að hugleiða hvernig ég gæti hrist þessa blessuðu þreytu úr mér. Nokkrir bollar af kaffi duga ekk, það hef ég sannreynt. En bolli af tei og staður til að hvílast á var algjörlega svarið við minni spurningu. Ég sit í gluggakistunni og góni út. Mér fannst það ekki alveg nóg og tróð því pottaplöntu, kerti og nokkrum kristöllum. Hvort kristallar virki get ég ekki sagt til um, en það sakar ekki að hafa þá.

Hér sit ég og góni á fólk

00521.jpg

Og hér er dótaríið

0092.jpg
Frekar þröngt en afar notalegt

Biribimm biribamm

TABATA fjör

Mánudagur, 12. mars 2012

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)
Ég fann ekki mynbönd af öllum æfingunum, vona að ég ná að útskýra þær nægilega vel.

Fyrsta æfingin var klettaklifur með krossi og gólfhnébeygja (hnegg hnegg, ég er að rúlla upp þessum íslensku þýðingum)

Önnur æfingin var: vertu með tvö afar létt lóð í lófum (þessi bleiku eru fín í þetta), vertu með hnefana í u.þ.b. brjósthæð og lyftu olnbogunum upp, þeir eiga að vísa út. Annar hnefinn á að vera fyrir framan hinn, síðan lóðunum snúið í kringum hvort annað (þumlar snúa alltaf að brjósti) í litlum hringjum, lóðin nánast snertast. Ekki stífa axlir og olnbogar mega ekki síga. Vona að þetta skiljist. Skiptist svo á hringjum, þ.e. hringir út og hringir að brjósti.

Þriðja æfingin var afturstig og framspark

Fjórða æfingin armbeygjur og róður

Og síðasta og langskemmtilegasta var sprettur með mótstöðu. Félagi setur æfingaband (breið teygja, þykkt gúmmí er best en rauðu, grænu eða bláu duga alveg ef stutt er haft í bandinu) utan um mittið á þér. Hann heldur fast og togar í þig á meðan þú sprettur. Skipist á. Þetta er bara skemmtileg æfing. Önnur útgáfa er að félaginn stendur fyrir framan þig með hendur fyrir ofan brjóst og spyrnir á móti meðan þú hleypur. Einnig er hægt að binda bandið við eitthvað og gera þetta sjálf/ur

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Heimatilbúin eplamús

Sunnudagur, 11. mars 2012

Ef þú kaupir matinn tilbúinn, þá er sykur í honum. Nema kannski í heilsubúðum, en þá er það dýrt.

Ég þurfti á tímabili að útiloka glúkósa og sætuefni og þá gat ég bara borðað hrökkbrauð, brauð, ost, mjólk, hreinar mjólkurvörur, óunnið kjöt og óunnin fisk, grjón og hrein krydd og hreinar kryddblöndur. Sykri er troðið í allt. Ef það er ekki sykur í því er sætuefni. Við viljum ekki finna annað en gott bragð, helst sætt. Við fitjum upp á nefið eins og smákrakkar og ojum yfir einhverju sem við kunnum ekki við, jafnvel við mat sem smakkast ágætlega. Nei, við getum ekki lagt það á aumingja okkur að bragða á mat sem þóknast ekki sætuþörf okkar. Það er ekkert endilega við okkur að sakast, þetta erum við alin upp við. En við getum alveg harkað af okkur og troðið í ginið á okkur einstaka matvælum sem bragðast la la.

En það var ekki alveg það sem ég ætlaði að tala um. Ég ætlaði að hrista fram uppskrift af heimatilbúinni eplamús sem ég var að enda við að henda í frystinn. Ég set alltaf 2 mola af eplamús út á hafragrautinn á morgnanna, ásamt handfylli af bláberjum. Ég kaupi tröllahafra, þeir eru miklu bragðbetri og ekki eins klístraðir. Vissir þú að kílóverðið af tröllahöfrum er helmingi minna en af seríósi?

Aftur að efninu, ég var með 3 stór jónagold epli, afhýdd og kjarnahreinsuð. Ég skar eplin í grófa bita og fleygði þeim í pott ásamt matskeið af kanil (sagður vera ægilega hollur). Ég setti vatn upp að ca hálfri eplahrúgunni, ekki láta fljóta yfir nema þig langi frekar í eldaðan þreyting. Ég leyfði suðunni að koma upp, tók pottinn af hellunni og leyfði þessu að kólna aðeins.

Ég maukaði eplin í matvinnsluvél, alveg eins hægt að nota kartöflustappara eða gaffal (tekur bara lengri tíma og tekur vel á, það er aldrei slæmt). Þegar eplamúsin var orðin alveg köld hóf ég það subbulega starf að setja hana í klakapoka.

Ég stakk trekt ofan í opið á pokanum og notaði kínaprjón til að ýta eplamúsinni ofan í pokann. Ef hún lekur vel ofan í er hún líklegast of þunn. Síðan verður að kreista eplamúsina niður, bara ekki of fast því þá springur pokinn (já ég fékk að reyna það á eigin skinni).

Sykurlaus eplamús smakkast svo bara ægilega vel, það er algjör óþarfi að sæta epli - þau eru alveg nógu sæt fyrir.

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Miðvikudagur, 7. mars 2012

301981_632286378030_215902341_33276218_1549321501_n.jpg