Færslur maímánaðar 2012

Hvatning júnímánaðar

Mánudagur, 28. maí 2012

Ekkert blogg í júní, þessi hvatning ætti að duga æfina

309660_113533258757098_107648636012227_92048_1478337768_n.jpg

Ræktin lokuð í dag

Sunnudagur, 27. maí 2012

En það er engin ástæða til þess að sleppa æfingu, flest íþróttasvæði eða skólalóðir hafa fínustu tæki og tól til æfa á.

Taka körfubolta, taka nokkur hlaup og skjóta á körfu - fínasta æfing.

Finna mörk með grönnum stöngum: spretta fjórar ferðir á vellinum og taka síðan 3 upphýfingar, gera þetta 3x. Eftir það taka 10 burpees í upphýfingar (þ.e. taka burpees og hoppa upp í stöngina og taka upphýfingu).

Stutt og góð æfing, þarft ekki meira þann daginn.

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Föstudagur, 25. maí 2012

529669_409541312413948_156516954383053_1278142_174459992_n.jpg

Hvatning dagsins

Mánudagur, 21. maí 2012

Röddin í höfðinu á þér sem segir

- ég get ekki -

er ekki að segja þér sannleikann

Hvatning dagsins

Sunnudagur, 13. maí 2012

pardon_my_planet.gif

Fallega fólkið í ræktinni

Sunnudagur, 6. maí 2012

Smá hugleiðing hjá mér út frá pistli sem ég las áðan, þar var komið inn á þann algenga misskilning að það sé ekki þverfótað fyrir fallega fólkinu í ræktinni. Grín eða ei, því er samt alltaf fleygt fram af þeim sem ekki þora að láta sjá sig þar.

Ég er kannski ekki hluti af fallega fólkinu, en mögulega er ég ein af þeim sem gæti dregið kjarkinn úr einhverjum sem laumast til að kíkja inn. Ég er kannski að sippa hratt og af krafti, að hoppa hátt, að bögglast með stöng, hlaupa stiga eða hvað sem það er sem er hluti af mínum æfingum þann daginn.

Sá/sú sem laumast til að kíkja á hvað sé í gangi hugsar mögulega með sér “nei hér á ég ekki heima, þetta get ég ekki!”.

Það sem þessi aðilli veit ekki og sú hugsun læðist ekki einu sinni að er að einu sinni fyrir ekki svo langa löngu var ég verkjuð alla daga, þunglynd, ég reykti og nennti sko ekki að hreyfa mig.

Bróðir minn litli, sem er hluti af fallega vöðvastælta fólkinu, var einu sinni væskilegur rindill með sjálfstraustið á núlli.

Svo, í stað þess að láta það fæla þig í burtu er málið að hugsa “hey, líkur eru á að þau hafi verið eins og ég”.

Biribimm biribamm

Megrunarlausi dagurinn

Sunnudagur, 6. maí 2012

Í dag er megrunarlausi dagurinn. Að fara í megrun er eins og að ætla að keyra hringinn í kringum landið á einum tanki af bensíni, þú kemst ekkert alla leið - það er ekkert flóknara en það.

Hvatning dagsins

Þriðjudagur, 1. maí 2012

296416_262347243800023_156516954383053_858819_1444580623_n.jpg