Færslur ágústmánaðar 2012

Mikið rétt

Miðvikudagur, 29. ágúst 2012

557461_382006011872559_1685355522_n.jpg

Þá hefst allt

Föstudagur, 24. ágúst 2012

Þá er komið haust og lífið má byrja. Matarplan - tjékk, ræktarkort - tjékk, éta síðust pizzuna, drekka síðust lítrana af gosi, éta síðustu fimm (eða tuttugu) nammibitana, síðasti hamborgarinn, síðasti bjórinn, síðust snakkpokarnir - tékk, kalórínur taldar - tékk, matur í duftformi - tékk, dagur eitt - tékk, dagur tvö - fokkit.

“Ó mæ ó mæ, hví endist ég svo stutt?”.

Ástæðan er einföld og hægt er að kalla hana korter. Ef það gerist ekki á korteri þá er ekkert fútt í þessu.

Ef þú ætlar að gera eitthvað, nánast sama hvað það er, þá tekur það jafn langan tíma og að ala upp barn - bindingin er ævilöng.

Að hreyfa sig og borða góðan mat er svipað og að vera með eilífðarungling, unglingurinn samþykkir sanngirni en rís upp á móti ströngum aga.

Spurningin er hvort þú viljir vera í stanslausri baráttu við unglinginn eða vera að mestu í sátt?

Biribimm biribamm