“Ég vil vera X”

Mig langar að vera með flatan maga, ég er með perulaga vöxt og því mun maginn alltaf skaga út við nafla. En mig langar að vera með flatan maga.

Mig langar að vera með stærri brjóst, ég er bara með spælegg framan á mér.

Mig langar að vera með grennri handleggi, ég fæ risa byssur bara af því að taka nokkrar armbeygjur.

Mig langar að vera með flott hár, mitt er bara leiðinlegt.

Mig langar að vera með stærri varir, mínar eru örþunnar og skakkar.

Mig langar að vera með sléttari húð á rassi og lærum, þetta er allt slitið í drasl og þakið appelsínuhúð.

Mig langar að vera með minna nef.

Ætli það væri ekki nærtækast að henda smásjánni og stöðugri gangrýninni og vera bara sátt við það að ég mun alltaf bara vera ég?

Jú ég held það

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.