Færslur marsmánaðar 2013

Hvatning dagsins

Sunnudagur, 24. mars 2013

578885_576770842353652_608138453_n.jpg

Nenniggi

Föstudagur, 22. mars 2013

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara í ræktina, fyrir utan hvað það hefur góð áhrif á andlega líðan almennt. Í dag nennti ég samt ómögulega að fara, ég hafði margar góðar og gildar afsaknir fyrir því að fara ekki. Hér eru þær sem ég man eftir:

*Ég er svo þreytt
*Mér er svo kalt
*Ég var að byrja á túr, túrverkir!
*Mér leið svo illa í dag því ég byrjaði á túr (grátgjörn, reiðiköst)
*Ég er þunglynd þegar ég er á túr, best að hvíla sig bara
*Mér er svo flökurt (flökurleiki hverfur að vísu alltaf þegar ég byrja að hreyfa mig)
*Mér líður eins og ég sé með ryk í maganum
*Ég er með einhverja hjartsláttaróreglu, nokkur aukaslög - gæti hrokkið upp af í ræktinni
*Ég er með hausverk
*Jey landsleikur í fótbolta (mér leiðist fótbolti)
*Ég get ekki farið núna, ég dottaði yfir boltanum
*Ég er komin með hausverk
*Best að hvíla hendina eftir vikuna (tennisolnbogi)
*Ég nenni ekki að fara!

En ég fór samt og sé ekki eftir því, því núna líður mér margfalt betur en áðan - andlega og líkamlega!

Biribimm biribamm

Ávinningur af líkamsrækt

Þriðjudagur, 19. mars 2013

Fyrir um fimm árum var ég andlegt hrúgald. Ég gekk um hnípt með betlaralegan hvolpasvip í augum. Ég óskaði þess iðulega að ég gæti borið með mér gat til að stökkva ofan í við erfiðar félagslegar aðstæður, eins og t.d. ef einhver tók ekki eftir að hafa misst eitthvað og ég þurfti að pikka í bakið á viðkomandi. Með dúndrandi hjarta og þurran munn kallaði ég „heyrðu, halló!“. Ég hljóp til og titrandi  höndin, sem streittist á móti, pikkaði í viðkomandi og undarlega rám og skjálfandi rödd sem virtist koma utan frá sagði „þú misstir þetta.“

Hversdagslegar aðstæður voru erfiðar og margar óyfirstíganlegar. Þá var ég um 50 kg og 160 cm.

Mig langaði svo að vera hraust, vera að hreyfa mig og stunda líkamsrækt. Vandamálið var að mér fannst tæki svo leiðinleg. Ég og systir mín fórum því saman í hóptíma og fundum okkur vel þar. Systir mín hætti en ég hélt áfram. Það var ekkert svo erfitt að mæta ein því ég var farin að þekkja til þarna. Að vísu var erfitt að mæta í aðra opna tíma, ef ég mætti sat ég á dollunni góða stund fyrir tímann með kvíðahnút í maganum.

Smám saman jókst sjálfstraust mitt og kjarkur, ég þorði meira að segja að júhhúa fólk sem missti draslið sitt án þess að taka eftir því.

Ég er hætt í hóptímum og farin að æfa sjálf, ég fann út hvað mér þótti skemmtilegt og hlakkar því yfirleitt til að fara í ræktina. Ég hef ekkert lést, í dag er ég um 60 kg og 162 cm og bara afar sátt við það.

Með tímanum hefur sjálfstraustið aukist enn meira. Ég þori að segja mína skoðun og tjá mig á vissum sviðum, það er auðvelt í vinunni gangvart starfsfólki og yfirmönnum (ég tók meira að segja að mér að vera trúnaðarmaður) en á persónulega sviðinu er ég enn að bæta mig.

Ég finn það að ef ég er ekki dugleg að mæta í ræktina reygir gamla Klisja hálsinn aðeins og kíkir með öðru auganu á hvort það sé tímabært að taka við aftur. Hún er alltaf tilbúin að taka við.

Mér sárnar þess vegna yfirleitt þegar fólk talar eins og ræktin sé afsprengi hins illa. „Allt þetta meidda fólk og veika fólk, þetta er allt í ræktinni“. Tölfræðilega séð efast ég um að fólk sem stundar ræktina sé oftar veikt eða með vöðvabólgur en annað fólk, fólk sem fer í ræktina er bara venjulegt fólk.

Þegar allt kemur til alls þá snúast æfingar því ekki um að grennast og borða brokkolí, heldur til að viðhalda gleði í hjartanu og elífri uppsprettu hláturs.

Bæjæbæbæbæbæ

Hvatning dagsins

Sunnudagur, 17. mars 2013

“Of seint að byrja núna” er bara afsökun, ekkert annað.

602156_427775337310806_1141027846_n.jpg

Hvatning dagsins

Miðvikudagur, 6. mars 2013

19790_541167595917985_1204105473_n.jpg

Besta æfingin

Mánudagur, 4. mars 2013

Ég segi það satt að clean og jerk er ekki bara árángursrík æfingin til að þróa styrk, kraft og snerpu heldur einnig úthald og við notum ansi marga vöðva.

Þar fyrir utan er vart hægt að finna skemmtilegri æfingu (klikkið á myndir til að sjá þær stærri).

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Sunnudagur, 3. mars 2013

581647_513914245316539_2059260292_n.jpg