Færslur frá 22. mars 2013

Nenniggi

Föstudagur, 22. mars 2013

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara í ræktina, fyrir utan hvað það hefur góð áhrif á andlega líðan almennt. Í dag nennti ég samt ómögulega að fara, ég hafði margar góðar og gildar afsaknir fyrir því að fara ekki. Hér eru þær sem ég man eftir:

*Ég er svo þreytt
*Mér er svo kalt
*Ég var að byrja á túr, túrverkir!
*Mér leið svo illa í dag því ég byrjaði á túr (grátgjörn, reiðiköst)
*Ég er þunglynd þegar ég er á túr, best að hvíla sig bara
*Mér er svo flökurt (flökurleiki hverfur að vísu alltaf þegar ég byrja að hreyfa mig)
*Mér líður eins og ég sé með ryk í maganum
*Ég er með einhverja hjartsláttaróreglu, nokkur aukaslög - gæti hrokkið upp af í ræktinni
*Ég er með hausverk
*Jey landsleikur í fótbolta (mér leiðist fótbolti)
*Ég get ekki farið núna, ég dottaði yfir boltanum
*Ég er komin með hausverk
*Best að hvíla hendina eftir vikuna (tennisolnbogi)
*Ég nenni ekki að fara!

En ég fór samt og sé ekki eftir því, því núna líður mér margfalt betur en áðan - andlega og líkamlega!

Biribimm biribamm