Færslur maímánaðar 2013

Löt í dag

Mánudagur, 20. maí 2013

Ég segi það satt, ég var að mygla úr leti í dag. Ég nennti jú svo sem alveg að fara í ræktina en langaði bara að labba á brettinu og horfa á sjónvarpið. Planið var upphaflega að taka nokkur erfið tabata sett en miðað við móralinn í mér þá var það mér ekki efst í huga. Ég var jafnvel að spá í að gera eitthvað annað.

Það sem mér er mest um vert núna er að ögra sjálfri mér og gera það sem er erfitt. Hætta að lúffa fyrir löngun og leyfa viljanum að stjórna. Því tók ég nokkur erfið, sem að vísu hefðu getað verið erfiðari, tabata sett.

Sprettir
Burpees með armbeygju með sandpoka í axplapressu
Burpees með sandpoka og hoppa fram og aftur á einum fæti (skiptast á)
Burpees með sandpoka og taka tvö hliðarskref
Setjast alveg niður og leggjast á bak, láta sandpokann snerta gólf yfir höfði og lyfta rassi og síðan upp aftur í axlarpressu

Fín æfing til að lemja aðeins letingjann úr manni

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Sunnudagur, 12. maí 2013

936235_581054775262600_701464995_n.jpg