Draumar

Mörg spáum við í draumum okkar og reynum að leggja merkingu í þá. Yfirleitt skoða ég draumaráðningabækur, en þar fæ ég ekki alltaf réttu svörin. Sem dæmi, nú um daginn dreymdi mig úlfa. Þær bækur sem ég skoðaði sögðu að það þýddi að ég ætti að passa fjárhaginn… yrði rænd eða annað þvíumlíkt. Ég var eiginlega ekki sátt við þessa skýringu. Oftast eru draumar úrvinnsla gagna sem við burðumst með. Tákna sjálfið, ábendingar um hvað við mættum gera betur til að hlúa að okkur sjálfum. Ef okkur dreymir dýr, þá er vert að skoða þeirra eðli og hvaða tilfinningu við höfum fyrir þessu dýri. Sama mundi ég segja um liti og litbrigði litanna. Frumefni, áttir, vinstri, hægri, upp, niður, börn, fullorðnir, hús, bílar…… allt þetta tengist sjálfinu.
Hvað þýðir það sem þig dreymir fyrir þig?
Hvað þýðir sleykjó, fyrir þig? Eitthvað gott eða eitthvað slæmt?

Ef þig dreymir barn.
Barnið táknar þig á þeim aldri sem barnið í draumnum er. Hvaða barn sem það er, þitt barn eða annara.
Hvað viltu gera fyrir barnið (þig) á þessum aldri?
Hvernig er barnið og hvað ertu að gera með eða við barnið?

Ef þig dreymir hús.
Húsið ert þú.
Í hvaða ástandi er húsið?
Hvað er inn í húsinu?
Hvernig litir eru í húsinu?

Ef þig dreymir bíl.
Leiðin sem bíllin fer táknar lífshlaup þitt.
Hvernig er liturinn á bílnum?
Hvernig bíll er þetta?
Er hann stopp eða á hreyfingu?
Hvernig er vegurinn?

Vatn er tilfinningar.
Eldur er lífsorka
Loft er hugsjón
Jörð er staða/öryggi

Hægri er hugsanir
Vinstri er tilfinningar
Nema í heilahvelum, þar er þetta öfugt.

Litir í draumum.

Hvað hver litur táknar í draumi er einstaklingbundið. Það fer eftir því hvort þér líkar vel við litinn eða ekki. Ef þig dreymir t.d. ljósbláan.. fyrir þann sem líkar vel við þann lit gæti hann táknað góð samskipti, öryggi, kyrrð, frið eða traust. Þann sem líka illar við þann lit skortir oft traust, það að treysta öðrum og á erfitt með tjáningu. Það fer einnig mikið eftir öðrum þáttum í draumnum. Ef þú ert t.d. skíthrædd við köngulær og þig dreymir að það komi ljósblá könguló skríðandi til þín, gæti það verið að benda þér á að þú þurfir að takast á við óttan við að treysta eða samskipti. Annað dæmi, ef þig dreymdi lítið barn inni í sóðalegu herbergi og veggirnir væru ljósbláir þá er möguleiki á að ástæðan fyrir vantraustinu hafi orðið á þeim aldri sem barnið er í draumnum. Það þarf samt ekkert að vera að þessi tákn þýði þetta fyrir þig, það gerir það erfitt að henda inn þýðingu á táknum vegna þess að þau þýða ekki það sama fyrir alla.
Í draumaráðningarbókinni minni er svartur mjög neikvæður litur (sorg, vonleysi, þunglyndi, tómarúm, glötuð tækifæri) en fyrir mér er svartur alls ekki neikvæður litur, hann táknar jarðtengingu og vernd/öryggi. EN.. hugsanamynstur okkar kallar á það sem við höldum eða viljum að það sé. Ef ég mundi fara eftir og trúa merkingu svarts samkvæmt bókinni, sem dæmi vonleysi, þá mundi ég finna mér eitthvað til að vera vonlaus yfir vegna þess að ég tryði því að liturinn táknaði vonleysi. Kem meira inn á þetta með hugsunina hér. þó að við þannig séð sköpum okkur stundum merkinguna á táknunum þá eru draumarnir oft að benda okkur á eitthvað sem er að gerast í okkar lífi. Koma með lausnir eða benda á þá vinnu sem við erum gera í okkur sjálfum, gefa okkur til kynna hvar við erum stödd, hvað það er sem er að angra okkur og margt annað.
Við fáum skilaboð í gegnum 3 vitundir
undirvitund
dagvitund
yfirvitund

Ef ég útskýri á einfaldann hátt hvernig þessar 3 vitundir virka og vinna saman þá mundi ég líka þeim við næringu og meltinguna. Yfirvitundin er næringin, dagvitundin er tygging og melting og undirvitundin er skilun og geymsla. Hvaða næringu erum við að fá? Hvernig tyggjum við matinn? Hvernig er meltingin? Hverju erum við að skila og hvað geymum við?

Litirnir og hvað þeir gætu táknað (einnig hafa þeir andstæður þó ég set það ekki hér).

Rauður: Lífsorka, kraftur, líkamleg heilsa, viljastyrkur, jarðtenging, blóðið, ástríður, hreyfing, öryggi.
ef þú ert draumlynd, þreytt, slöpp, ekki á staðnum, vantar einbeitingu þá líklega skortir þig smá rauðann.

Appelsínugulur: Sköpun, nýjar hugmyndir, sjálfstraust, gleði, munúð, metnaður, tilfinningar, kynlíf, orka, félagslyndi.
Allar tilfinningar koma inn á appelsínugulann. Félagsfælið fólk er.t.d. engann veginn hrifið af appelsínugulum.

Gulur: frelsi, bjartsýni, hugar virkni, einbeiting, opin hugur, sjálfstraust, aðdráttarafl, viska, taugakerfið.
Námsmenn hafa gott af gulum, sérstaklega þegar þeim vantar einbeitingu.

Bleikur: ást, heiður, vinátta, trúmennska, kvennleiki, rómantík, kærleikur, virðing.

Grænn: Fegurð, starf, frjósemi, heilun, velgengni, heppni, endurnæring, kærleikur.

Blár: friður, heilun, róandi, sannleikur, svefn, vinátta, von, aðal andlegi liturinn, viska, samhljómun, innra ljósið, friður, sannleikur og andleg leiðsögn, einvera.

Hvítur: hugleiðsla, heilun, sannleikur, friður, andlegur styrkur, hreinleiki, vörn, hamingja, heilun, sannleikurinn, friður, trúin.

Fjólublár: viska, andlegt, velgengi, sjálfstæði, andlegur þroski, kraftur, heilun, vald/ kraftur, velgengni, hugsjónir, efnisgera, myndar tengingar við andlegu sviðin.

Svartur: vörn, hugleiðsla, bindindi, eyðir illu og neikvæðu.
Unglingar sem dæmi klæðast mikið svörtu, það er þeirra aðferð til að vernda sitt *space*

Brúnn: öryggi, hagsýni, vinna, peningar, skuldbindingar, staðfesta í að ná árangri.

Blágrænn: samskipti, sköpun, ónæmiskerfið.

Gull: hinn guðlegi kraftur, eykur skilning, sólarorka.

Silfur: Eyðir neikvæðni, hamlandi, stöðugleiki, andleg vörn, hin guðlega orka, eyðir neikvæðni og styrkir stöðugleika , þroskandi fyrir dulræna hæfileika, tunglorkan.

Dýrin
Ef þig dreymir dýr þá er vert að spurja hvað dýrið táknar fyrir þig.. hvaða álit hefur þú á dýrinu? Hvaða tilfinningar hefurðu gagnvart dýrinu? Hvað er eðli dýrsins? Hvaða reynslu hefurðu af dýrinu?
Ef sem dæmi hundur hefur bitið þig einhvern tímann og eftir þá þá hleypur þú í burtu ef þú sérð hund bundinn í garði… svo dreymir þig hund þá táknar hann örugglega ekki trygglyndi og gott eðli, eins og hann táknar fyrir mig.
Oftast standa táknin í draumum eins og þú trúir að þau eru. Góðar upplýsingar um eðli dýranna eða hvað þau standa fyrir eru á síðum með dýratótemum

Martraðir
Almennt legg ég ekki mikla merkingu í martraðir eða óþægilega drauma. Margar ástæður geta verið fyrir þess konar draumum. Þung máltíð eða andleg vanlíðan fyrir svefn geta orðið þess valdandi. Oft þegar þig dreymir að eitthvað slæmt muni gerast, maki þinn heldur framhjá þér eða einhver deyr sem dæmi, þá getur það táknað andstæðan, líklegasta skýringin er þó sú að þetta er einmitt það sem þú óttast. Það sem býr í okkur sem við hugsum ekkert endilega um dags daglega eða viljum ekki hugsa um kemur oft fram í draumi eins og við óttumst það. Oftast er sagt að dauði einhvers tákni einmitt langlífi þess aðila. Ömmu dreymdi þegar pabbi var barn að hann og bróðir hans væru dánir. Pabbi er jú enn á lífi en bróðir hans dó ungur, 14 ára gamall úr hvítblæði. Að dreyma dauða einhvers táknar því ekki endilega langlífi, heldur er einfaldlega endurspeglun á ótta.

Að greina líðan
Gott er að greina líðan í draumi. Skrifa niður hvernig þér leið í draumnum, ef þér leið illa eða vel þá er gott að skoða líðan fyrir drauminn. Ef líðan er í engu samræmi, eftir góða íhugun, við líðan í draumi þá er vert að huga að öðrum táknum og reyna að finna út hvað þau tákna fyrir þig. Með þessu er ég ekki að meina að draumar og líðan hafi enga merkingu, en það er oft gott að skoða og reyna að finna út eitthvað samhengi.

Gamlar draumaráðningar

 1. tori ritar:
  12. mars 2004 kl. 9.41 Breytaeg se herna hja ter ad thu ert ad segja hvad draumar merkja… eg a ekki draumradingar bok en geturu sagt mer hvad tad tydir ef marr er olettur i draumnum…. dreymdi ad eg vaeri olett en tad sast ekkert… enginn bumba. atti ta ad vera komin med 8 man a leid.
 2. Sonja ritar:
  12. mars 2004 kl. 16.38 BreytaHalló Tori

  Oftast tákna ólétta eða fæðing humgyndir sem annaðhvort eru að myndast eða *fæðast*.
  Ef það er raunin þá mundi ég túlka það þannig að óljós hugmynd sé um það bil að *fæðast*, sem sagt eitthvað sem þú ert búin að vera að spá mikið í sé kannski að verða að veruleika.
  Annars skipir margt annað máli, hvort þú varst glöð yfir þessu eða ekki (auðveld ákvörðun eða ekki)… einnig líka hvað þér finnst um óléttu.. langar þig í barn.. ef þú átt barn hvernig var þín ólétta, góð eða erfið o.s.frv.a
  Almennt er þetta gott draumatákn.
  Vona að þetta komi að einhverju gagni:D

  Klisja Bullari

 3. Ása ritar:
  14. mars 2004 kl. 14.29 BreytaÍ sumar dreymdi mig tvo drauma sem höfðu mikil áhrif á mig. Sterkar tilfinningar voru í draumnum og mér leið mjög vel og afslöppuð.
  Í öðrum var ég og góður vinur minn að synda í mjög svo tæru vatni og það var mjög gaman hjá 0kkur. Svo gerist það að við kyssumst, og tungur okkar festast saman. Við verðum bæði mjög hissa en okkur líður samt vel.
  2. Nokkrum dögum seinna dreymir mig aftur mig og sama vininn vera veltast um í fallega grænu grasi, og svo kyssumst við. Aftur kyssumst við og aftur verður við svona hissa. Það var líka við þennan koss, vissum við bæði að við hefðum búið til barn. Þó var einungis um koss að ræða. Þessir tveir draumar voru ótrúlega fallegir, ég er mjög forvitin hvað þeir tákna, það væri mjög fallega gert ef þú myndir sjá þér tíma að svara mér.
  Með fyrirfram þökkum!
 4. Sonja ritar:
  14. mars 2004 kl. 21.56 BreytaHalló Ása:D

  Það er örugglega hægt að túlka þessa drauma á lágmark 2 vegu.
  Ég mundi túlka þessa drauma að þú hafir verið að vinna að tilfinningalegu jafnvægi og hafir náð góðum árangri, að þú hafir verið að *vingast* við karlegu hliðina í þér og náð sátt við sjálfa þig almennt í lífinu.
  Grasið er fyrir jarðtengingu sem færir manni betra jafnvægi og græni liturinn er fyrir kærleika.
  Vatn er langoftast fyrir tilfinningar.. því tærara vatn því betra.. eins og tilfinningarnar hafi farið í laaaanga sturtu.. D

  Ef þetta er tengt vini þínum þá held ég að þú getir alveg túlkað það sjálf;)

  Klisja bullari

 5. katrin ritar:
  24. mars 2004 kl. 18.04 BreytaMig dreymdi um dýrin mín. Þetta var frekar óþægilegur draumur, þar sem hestarnir mínir þrír lágu allir á jörðunni hreyfingalausir, eins og þeir væru ekki lifandi. Kötturinn og kanínan mín voru dáin. Ég fann það í drauminum. Það var sól úti og dýrin lágu í grasinu. Grasið var nýtt ekki alveg nýslegið. Ég var sumarklædd, ég var í pilsi og bol. Ég fór keyrandi á bílnum að kíkja á dýrin mín. Það skrítna við þetta er að kanínan og kötturinn búa heim hjá mér. hestarnir eru í hesthúsinu á veturnar og núna sem sagt en úti í sveit á sumrin. En þegar ég vaknaði eftir drauminn var ég í sjokki og mér leið illa. Hvað getur þetta þýtt
 6. Sonja ritar:
  28. mars 2004 kl. 0.27 BreytaHæ hæ Katrín

  Mér finnst meira að þetta sé þessi táknræni dauði sem við göngum víst öll í gegnum.. eins og þú sért að ganga í gegnum tímabil þar sem einu er að ljúka og annað að taka við.. ég mundi segja eitthvað frekar gott að fara að gerast.. ef það er búið að vera erfitt tímabil hjá þér þá getur verið að þú hafir þurft að losa um eitthvað og hafir gert það í draumnum. Oft ef við erum að bögglast með eitthvað þá dreymir okkur þannig að við getum losað okkur við það. Dýrin geta táknað það sem þau þýða fyrir þér..

  kveðja klisja bullari

 7. Solvkri ritar:
  13. apríl 2004 kl. 9.18 BreytaVinsamlegast ráðið þessa tvo drauma fyrir mig ef hægt er ? ? ? ? ? ? ?
  ______________________________________
  Mig dreymdi að samstarfs kona mín lægi á bekk inni á sjúkrastofu og yfir fætur hennar væri glær plástursfilma þ.e.fyrir neðan ökkla. Undir filmunni var mikil ígerð og var ég að þrýsta á ígerðina með því að styðja alltaf á plastið, ígerðin var á báðum fótum yfir báðar ristarnar og einnig yfir allar tær á báðum fótum, þetta voru miklir pollar og dúaði allt plastið þegar ýtt var á það.
  ____________________________________
  Hinn draumurinn var þannig að ég var öll mjög mikið loðinn um miðbik líkamans þ.e. frá nafla og niður í nára , það sá ekki í auðan blett á mér.Þetta er það eina sem ég man eftir úr þessum draumi, þegar ég vaknaði man ég að mér fannst þetta mjög sjálfsagt að vera svona loðinn þ.e. í draumnum.
  Kæarar þakkir fyrirfram ef það er hægt að ráða eitthvað í þetta. Kveðja Sólveig
 8. Theodóra Óladóttir ritar:
  29. apríl 2004 kl. 21.13 BreytaMig dreymdi son minn sem lést fyrir sex
  árum,aðeins 19 ára (slys).Hann kallaði til mín mamma réttu mér þykka peysu því mér er svo kalt!Mér fannst ég svara “já já”auðvita góði minn.Langar til að vita hvað þetta getur merkt.
 9. Sonja ritar:
  7. maí 2004 kl. 1.13 BreytaHalló..

  Ég er búin að velta þessum draum mikið fyrir mér.. hann er jafngamall mér, sonur þinn )
  Tölur skipta oft máli í draumum.. talan 6 er tala hlýju og hjúkrunar, jafnt og peysan.. þennan draum mundi ég því tákna hlýju… í hvaða mynd sem hún birtist..

  kveðja Sonja

 10. Hrafnhildur ritar:
  31. maí 2004 kl. 0.51 BreytaMig dreymdi afa minn (nýlega látinn) og frænda minn sem báðir heita Valdimar en ég kallaði þá reyndar Valdi í draumnum því það eru þeir oftast kallaðir. Svo var alltaf verið að tala um langafa minn sem heitir Kristinn og draumurinn snérist eiginlega um ættingja hans. Ég á enga draumaráðningabók en mig sárlangar að vita hvað þessi nöfn merkja getur þú hjálpað mér?
 11. Sonja ritar:
  31. maí 2004 kl. 1.15 BreytaHæhæ

  Samkvæmt minni bók þýðir Valdi eða valdimar áhrifastaða eða mannaforráð, ekki slæmt að dreyma það ef þú átt von á stöðuhækkun ;) og Kristinn þýðir heiður og ánægja.
  Þú getur líka túlkað þetta eins og þér líður með nöfnin. Jafnvel ef þeir voru svipaðar týpur, húmoristar eða staðfastir eða eitthvað sem einkennir þá. Ef svo er, þá er kannski verið að benda þér á að hlægja meira eða sýna meiri festu o.s.frv. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi nöfn? Það er svo undarlegt með þessi nöfn, að ef maður heyri eitthvað ákveðið nafn þá fylgir einhver tifinning.. ef þú sem dæmi þekktir 2 leiðinlega Kalla þá er það það fyrsta sem þér dettur í hug með það nafn, og svo öfugt, skemmtilegur Kalli vekur upp góðar tilfinningar. Erfitt að alhæfa með nöfn, eins og allt annað þegar kemur að draumum.

  kveðja Klisja Bullari

 12. krummaloa ritar:
  31. maí 2004 kl. 4.12 BreytaÆji takk þetta hjálpaði mjög mikið! ;)
 13. Nykki ritar:
  1. júní 2004 kl. 16.30 BreytaMig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig.
  Fyrir nokkru dreymdi mig ókunuga konu sem mér fannst heita Heiða koma hoppandi og tralandi inn til mín með litið ungabarn og heimtaðai að fá að sjá son minn Hlin snæ sem er lika ungabarn ég sagði að hann væri sofandi og vildi ekki vekja hann, þá sagði hún að barnið sem hún skoppaði með í kerrupoka væri fertugt mér var mjög brugðið barnið var allt spik feit og skritnir á því útlimirnir við mjaðmir og svo hún fór með barnið sem hún var með inn á bað til mín og tók húfu sonar mins og skipaði mér að taka barnið sem hún var með ég var mjög hrædd í draumnum veit ekki hvort ég náði að gripa barnið sem hún lét detta til mín,vakanði svo. Fyrir fram þökk Nykki
 14. Nykki ritar:
  3. júní 2004 kl. 17.59 BreytaEf þú ert ekki hætt að ráða drauma máttu ráða þennan draum hér að ofan fyrir mig sem fyrst er mjög forvitin að vita hvað hann táknar og takk kærlega
  kveðja Nykki
 15. Sonja ritar:
  3. júní 2004 kl. 20.58 BreytaNei nei, ég er ekkert hætt. Stundum tekur smá tíma að velta draumnum fyrir mér. Tekur stundum tíma að raða brotunum saman ;)
  Mér finnst eins og ungabarnið sé fyrir fréttum.. þá meira tengt einverju sem þú átt von á að fá eða ert búin að vera að bíða eftir. Nanfið Heiða merkir Birta. Hvort Það sért þú sem ert svona hagsýn, skipulögð og staðföst.. það veit ég ekki, en ef svo er þá mundi ég segja að þessar fréttir séu ekki eins og þú ætlaðir að þær yrðu (staðfestan;). Þrátt fyrir það verðuru mjög glöð.
  Vonandi skilurðu þetta:S ekki viss um að ég komi þessu rétt frá mér.

  kv Klisja bullari

 16. Nykki ritar:
  4. júní 2004 kl. 9.01 BreytaSæl ætlaði nú ekki að vera með neina frekju held kanski að þú værir hætt þar sem stendur Desember efst á síðuni en takk fyrir að ráða draumin fyrir mig.Ég mundi segja að ég væri mjög skipulögð og hagsýn þar sem ég er (Ljón)En veistu eitthvað hvað talan fertugt á að merkja í draumnum? maðurinn minn er nefnilega 40 ára. Takk kærlega og hafðu góðann dag.

  kveðja Nykki

 17. Sonja ritar:
  4. júní 2004 kl. 9.05 BreytaTalan 40 er 4 í talnaspeki og er tákn skipulags og hagsýni:

  Takk og sömuleiðis..

  Klisja bullari

 18. Sigrun ritar:
  8. júlí 2004 kl. 11.19 BreytaSæl
  Mig dreymdi fyrir stuttu að ég hélt á seðlaveskinu og var ekki með neina peninga en svo þegar ég fór að kíkja fann ég nokkra seðla á milli miða. Þetta var ekki mikið en meira en ég gerði ráð fyrir þar sem það var tómt. Ég varð mjög hissa.
  Með kveðju Sigrún
 19. Sonja ritar:
  8. júlí 2004 kl. 19.52 BreytaHæhæ

  Það fyrsta sem mér datt í hug að það sé eitthvað sem þú ert með í bígerð gengur betur en þú gerir ráð fyrir og það komi þér á óvart, þannig að þú getur alveg hætt að hafa áhyggjur, ef þær eru að þvælast fyrir þér )

  kv Klisja bullari

 20. kaffi ritar:
  30. ágúst 2004 kl. 22.49 BreytaHæ gætirðu ráðið þennan draum fyir mig? Dreymdi hann síðustu nótt, var búið að fjarlægja tvo putta af annarri hendinni á mér og þrjá á hinni og litlu tánna! Kringumstæður í draumnum eru óljósar! Mér finnst þetta mjög ógnvænlegt! Með von um svar og fyrirfram þökk. Kaffi
 21. Sonja ritar:
  20. september 2004 kl. 2.01 BreytaObbss… þetta hljóp alveg framhjá mér.
  Ef þú hefur ekki alveg gefið upp vonina á svari, þá langar mig að spurja hvernig þér leið þegar þú fórst að sofa?
  Oft þegar okkur líður illa þegar við sofnum þá dreymir okkur mjög svo óþægilega drauma.

  Kv Klisja bullari

 22. Þórgnýr Thoroddsen ritar:
  18. júní 2005 kl. 15.10 BreytaMig dreymdi að ég kom inn á tattústofu. Eldri kona tók á móti mér og spurði hvað ég vildi fá tattúverað á mig. Ég sagðist vilja eitthvað bladibla (man ekki, kemur draumnum ekki við) en hún tattúverar þess í stað “vvii” á vinstri hönd mína. Ég var alls ekki ósáttur við það, ekki fyrr en það byrjaði að hverfa. — Ég veit ekki hvort restin skipti máli, en eftir þetta byrjaði ég að hjálpa henni með að rífa veggi og gera húsið upp innandyra.
 23. Linda ritar:
  23. júní 2005 kl. 20.07 BreytaErtu enn að ráða drauma
 24. María ritar:
  24. júní 2005 kl. 14.43 BreytaHvað með ást??? mig dreymir svo oft um að það sé verið að halda framhjá mér og ást ég finn ekkert um það. Ef þú finnur það ertu búin að ráða drauminn minn.
 25. Lotta ritar:
  27. júní 2005 kl. 8.19 BreytaMig dreyndi að ég var grálúsug þegar ég kemdi mig duttu úr hausnum á mér stórar og svartar lýs og inn á milli voru litlar gráar lýs mér fannst þetta ekkert mál og vildi ekki drepa þær og í draumnum fanst mér ég vera segja konu að nafni Bára frá því að ég væri lúsug og hún taldi að þetta boðaði aflabrest hjá manni mínum en hann er sjómaður.
 26. áhugamanneskja ritar:
  13. júlí 2005 kl. 12.47 BreytaHæ hæ:) ég vona að þú sért enn að ráða drauma… ég hef alltaf haft mikinn áhuga á draumum og þessháttar, hugsa mikið um drauma og reyni að ráða í þá. Ég las pistilinn hér að ofan um liti dýr og þess háttar. mér dreymdi síðustu nótt stóran svartan hund og lítinn gráan fugl… ídraumnum treysti ég dýrunum ekki og sagði þeis sem voru í kringum mig að við skildum ekki taka neina áhættu, því skildum við drepa dýrin. en þau voru ekki drepin á sem bestan hátt því árangusríkast var að meiða þau og t.d. slíta vængina af fuglinum og pota augun úr hundinum. mér fannst sem fuglinn væri ætlaður mér en hundurinn vinkonu minni. ég barðist við hundinn og ég man mjög skírt að ég potaði úr honum augun og meiddi hann eins og ég gat sama fór fyrir fuglinum,,, ég vissi að hundurinn var sendur til að drepa vinkonu mína en við vorum ekki viss með fuglinn. Þetta finnst mér mjög skrýtinn draumur og venjulega er ég mjög góð við dýr og gæti aldrei hugsað mér að gera nokkurn svona hlut við neitt dýr.
 27. Björk ritar:
  24. október 2005 kl. 18.55 Breytasæl. ég er alveg í rusli, systir mín(við erum bara 2 og mjög nánar)var að eignast barn og á meðan hún var á fæðingardeildinni dreymdi mig að hún myndi deyja frá barninu, manninum og eldri dóttur þeirra og þetta var alveg svakalega mikil sorg og allt mjög raunverulegt og ég var ekki að lifa þetta af. Þau voru að kaupa íbúð og allt svo mikið að ganga upp hjá þeim sko í raunveruleikanum og alveg eins í draumnum en svo deyr hún og hann er einn með nýfædda barnið og eldri dótturina og flytur með þær í nýju íbúðina. Mér líður bara ekki nógu vel með þetta, en var reyndar að lesa hér á síðunni þinni að dauði einhvers getur þýtt áhyggjur af viðkomandi, það er ekkert ólíklegt þar sem ég er eldri og hef alltaf haft einhverja ábyrgðartifinningu gangvart henni. En getur maður hætt að hugsa um svona drauma. P.s hún er á leið heim af fæðingardeildinni í þessum skrifuðu orðum….Takk
 28. Helga Rún Guðjóns ritar:
  13. nóvember 2005 kl. 15.13 BreytaMig dreymdi stórfurðulegan draum, í draumnum voru ég og einhver strákur sem var kærastinn minn í draumnum. Við vorum saklaus og ung, við vorum inn í svefnherbergi og vorum upp í rúmminu. Við ætluðum að sofa saman í fyrsta skiptið en hann hafði gert þetta áður en ég í var víst hrein mey. Þegar ég sá að tippið á honum var svo stórt þá þorði ég ekki að sofa hjá honum því ég var svo hrædd um að það yrði svo vont og ég myndi rifna eða e-h. Hvað táknar þessi draumur????? mig hefur aldrei dreymt svona furulegan draum hvað ´þýðir þessi draumur???????
 29. Ásdís ritar:
  13. nóvember 2005 kl. 17.50 BreytaKomdu sæl, mig langar að vita hvort þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Ég eignaðist barn í draumnum fæðingin gekk vel og ég var glöð en hissa á því. Ég fer í heimsókn til kunningja míns með barnið með mér sama dag og það fæðist. ljóst klæði var vafið utan um barnið sem að mér finnst eins sé stúlka. Faðir barnsins er fyrrverandi maðurinn minn. Allt í einu varð allt brjálað og menn koma úr öllum áttum og drápu það sem fyrir þeim varð, kunningi minn sem ég var í heimsókn hjá gekk í burtu frá okkur með hóp af mönnum ,svaraði mér ekki þegar ég kallaði, samt heyrði hann í mér. Alltaf hélt ég á barninu í fanginu mjög hrædd og gat hvergi falið mig.börnin mín tvö voru líka í draumnum en mér fannst þau vera óhullt því það var einhver með þeim í bílnum mínum sem er grænn. Barnið í fanginu á mér var afhöfðað með píanóvír ég vildi ekki trúa því sem gerst hafði og tók höfuðið og lagði það ofan á búkin á því og ef ég kæmist heim vildi ég reyna að laga það. Húsið sem við vorum í var rautt.
 30. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.03 BreytaJæja.
  Ansi langt síðan ég hef kíkt hingað. Ég fékk alltaf póst þegar ný ummæli komu en slökkti á því þegar blogg.is lenti í spam hríð. Ég ætla að ráða þessa drauma sem komnir eru þó ansi langt sé um liðið. Efst um að þeir komi að gagni núna svona seint, en það má vera.

  kv Sonja

 31. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.10 BreytaÞórgnýr Thoroddsen
  Tattú er eitthvað sem er varanlegt. Mig grunar að þú viljir halda í eitthvað í persónuleika þínum, eða einhverjum vana sem þú villt ekki breyta. En það er ekki bara líkami okkar sem er breytingum háður heldur allt sem við erum og stöndum fyrir. Persónuleiki okkar breytist óhjákvæmilega hvort sem við viljum eða ekki, en það verður bara meiri togstreita ef við berjumst á móti. Hús í draumi táknar þig sjálfan. Það að tattúið hafi horfið og húsið gert upp þýðir þá að þú hættir að streitast á móti og ferð að fljóta með straumnum. Það er líka svo assgoti þreytandi að vera í sífelldum hártogunum við sjálfan sig.

  kv Sonja

 32. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.17 BreytaMaría

  Draumar um ást fara eftir hvernig þú túlkar ást eða þín hugsun um ást. Ef eitthvað er að angra þig í vöku þá getur það birst í draumi sem t.d. framhjáhald (eitthvað sem angrar þig). Við erum svo gjörn á að taka bókasafn af áhyggjum og leiðindarhugsunum með okkur í bælið að draumarnir snúast um eitthvað sem okkur þykir miður.
  Ef við erum hrædd um að einhver haldi framhjá okkur þá getur það smitast út í draumana, ef við erum hrædd við að lenda í bílslysi þá getur okkur dreymt oft að við lendum í bílslysi.

  Áhyggjur, hræðsla, ótti, kvíði, sorg, reiði, drungi, þráhyggja geta birst í draumum sem martraðir eða óþægilegir draumar.

  kv Sonja

 33. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.34 BreytaBjörk

  Dauði getur þýtt svo margt. Þegar manneskja fæðir barn þá “deyr” viss kafli í lífi hennar en nýr tekur við, breytingin er svo mikil. Dauði getur verið af hinu góða, hann er ekki alltaf slæmur, þó að við viljum helst nota annað orð yfir það sem er að gerast en dauða - t.d. róttækar breytingar, eitthvað hverfur úr lífi okkar og nýtt tekur við - þetta vekur ekki eins mikinn ótta og orðið dauði en það er bara hinn rökræni hugur sem skynjar dauði sem neikvætt orð.

  kv Sonja

 34. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.40 BreytaHelga Rún Guðjóns

  Það er nú það, leggöngin eru víst þannig gerð að þau geta tekið ansi stórt upp í sig ef svo má að orði komast. Kannski verkefni af einhverju tagi (eða eitthvað álíka) sem þú ert að kljást við sem þú heldur að þú ráðir ekki við. Gott dæmi, þegar ég verið að vinna mikið þá situr heimilið á hakanum, svo loks þegar ég hef tíma til að taka til þá er komið svo mikið drasl að það vex mér í augum að byrja. Fresta því jafnvel til næsta dags því ég er ‘þreytt’ eða finn einhverja góða afsökun til að byrja ekki. Þegar ég loksins byrja skil ég vanalega ekkert í því af hverju ég hóf ekki tiltektina strax, þetta er nefnilega svo lítið mál þegar ég er byrjuð. Gæti verið eitthvað svipað hjá þér… þó kannski ekki tiltekt ;)

  kv Sonja

 35. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.55 BreytaLotta

  Lýsnar gætu táknað vandamál sem þú ert að kljást við. Tengingin við vatn bendir til að þau séu tilfinningalegs eðlis og það að þú leyfir þeim að lifa þýðir að þú leysir úr vandamálunum í stað þess að sópa þeim undir teppið. Hugsa að þessi draumur hafi verið þess eðlis að þú hafir verið að henda úr tilfinningatunnunni fremur en að hann tákni eitthvaða sérstakt. Við bregðum oft á það ráð í draumi að henda drasli sem er að angra okkur, þá er ekki eins mikil vinna að henda þessu í vöku. þarna ertu einfaldlega að ‘greiða úr málunum’.

  kv Sonja

 36. klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 21.58 Breytaáhugamanneskja

  Frekar óhugnanlegur draumur. Ég hugsa að þú þurfir að ganga að því sem þú ert að kljást við af meiri hörku, t.d. ef þú ert já manneskja að segja hreint út nei og standa við það í stað þess að fá samviskubit og draga neiið til baka.

  kv Sonja

 37. Klisja bullari ritar:
  9. mars 2006 kl. 22.07 BreytaÁsdís

  Ég hef það á tilfinningunni að þú sér dulítill þyrill í þér, “með rakettu í rassinum” manneskja og að þú sért frekar opin og næm fyrir áhrifum umhverfisins. Að þú sért, og hafir alltaf verið afskaplega gefandi persóna og það komi þér stundum í koll. Ef það er rétt hjá mér þá þarftu bara að skreppa inn í húsið þitt rauða og ná jarðtengingu, aðeins að slaka á huganum - þagga niður í þessum hænsnakór. Ef ekki þá get ég reynt betur seinn, næ ekki annari tengingu við drauminn eins og er nema þetta.

  kv Sonja

 38. Heiða ritar:
  29. mars 2006 kl. 7.10 BreytaÍ nótt dreymdi mig rosalega furðulega. Mig dreymdi brjálaðan músagang og var allt í músum og þær voru fastar við mig margar og ég gat ekki hrifsað þær af mér, hvað merkir þetta ?
 39. Klisja bullari ritar:
  31. mars 2006 kl. 15.09 BreytaEf þú hefur dröslað með þér áhyggjum eða einhverju sem var að angra þig í svefninn þá birtist það líklega sem mýsnar í draumi.
  Oft þegar við erum ð brjóta heilann um eitthvað, eitthvað verkefni framundan, áhyggjur eða eitthvað sé að angra okkur þá birtist það í draumi, er nokkurs konar úrlausn eða losun á því sem við erum að pæla í.
  Draumar eru að mörgu leyti leið heilans til að moka úr huganum draslinu sem við sönkum að okkur, losa ruslafötuna. Það að þú gast ekki losað þig við þær bendir jafnvel til þess að “þú hafir komist hálfa leið” og þarft að leysa restina í vöku.

  Vona að þetta hjálpi eitthvað.

  kv Sonja

 40. Helgi Gunnarsson. ritar:
  28. maí 2006 kl. 22.58 BreytaMig dreymdi draum að ég væri orðinn sköllóttur að framan á höfðinu, en ég sá mig ekki. En fann að þetta væri ég.En hár var aftantil á höfðinu.Mér líkar ekki þetta, því ég dreymi yfirleitt ekki neitt.
 41. Klisja bullari ritar:
  30. maí 2006 kl. 9.33 BreytaEr þetta ekki bara tilfinning um vöntun sem þú veist ekki hver er?

  kv Sonja

 42. iulifilia ritar:
  19. september 2006 kl. 14.16 Breytahvað þýða nöfnin Selma og Júlíus og hvað þýðir það að senda fullt af notuðum bílum með risa kafbát til Færeyja frá Ísafirði?
  Einnig, ég hafði átt hugmyndina að því að senda bílana og ég sest ofan á kafbátin aftan við turninn og horfi yfir mannfögnuðinn á bryggjunni og svarbláan sjóinn þegar við leggjum af stað. Svo missi ég gsm í sjóinn þegar ég hoppa upp og veifa til Selmu vinkonu minnar og ég hoppa útí eftir honum, næ honum og syndi svo skriðsund á eftir kafbátnum sem auðvitað stoppaði ekki á meðan, klifra upp stiga sem er aftan á skutinum og er komin aftur upp eftir augnablik. Hef engar áhyggjur. Selma er hneyksluð á mér og skilur ekkert í mér og ég er hissa á öllu fjaðrafokinu því ég var aldrei hrædd um að illa gæti farið.
 43. Klisja bullari ritar:
  21. september 2006 kl. 15.41 BreytaHér hefur eitthvað klikkað, ég sendi draumaráðninguna hérna en þín færsla kom bara aftur í staðin.

  Júlíus þýðir samkvæmt draumaráðningarbókinni að þér muni takast það sem þú ætlaðir þér, Selmu fanan ég ekki. Yfirleitt merkja þó nöfn og staðarheiti það sem þau þýða fyrir þig ef þú þekkir til fólks með nafninu eða til staðanna. Notaðir bílar + vatn + kafbátur gæti þýtt tilfinningauppgjör á því sem liðið er og að þú getir nú horfa á það utan frá, þ.e.a.s. án þess að hrærast með í öllum þessum tilfinningum. Við erum alltaf, alla daga, að gera upp það sem liðið er en við náum ekki alltaf að henda því í ruslið án þess að hrærast aðeins með, þá sérstaklega gömlum og erfiðum tilfinningum. Þó getur verið að þú hafir verið að gera upp gærdaginn, vikuna áður o.þ.h. í þessum draumi, þó ekki lengra aftur en 10 ár (eða um svpipað leyti og gsm síminn kom).

  Vona að þetta komi að gagni.

  kv Sonja

 44. iulifilia ritar:
  22. september 2006 kl. 11.06 BreytaTakk fyrir ) jú þetta hjálpar því þú svaraðir akkúrat því sem ég var ekki klár á í draumnum. Er annars vön að vera berdreymin en ekki alltaf sem ég skil merkinguna fyrr en eftirá.
  kv. iulifilia