orðtök

Fæst af þessu er komið frá mér.. þetta er samtíningur úr öllum áttum.

*Fólk eyðir meiri tíma í að læra hvernig á að nota eldhúsáldin en það lærir hvernig á að nota sinn eigin huga
*maðurinn er eina lífveran sem drekkur án þess að vera þyrst, étur án þess að vera svöng - og talar án þess að hafa nokkuð að segja
*Mannsheilinn er furðulegt sköpunarverk. Hann byrjar að starfa um leið og maður fæðist og hættir ekki fyrr en maður þarf að halda ræðu.
*Margur harður dómur yfir yfirsjónum æskumanna er felldur af þeirri orsök að hinir eldri geta ekki lengur framið þær
*Margt fólk gengur um í þeirri trú að það sé glatt og hláturmilt, bara af því að það getur hlegið af óförum annara.
*Enginn getur lítillækkað mann án hans samþykkis.
*þú stjórnar ekki þinni líðan… en þú getur stjórnað þinni hugsun… en það er ekki alltaf auðelt að hugsa líðanina burt
*Ég vil lifa til að læra, ekki læra til að lifa.
*Sá sem getur hlegið að sjálfum sér er alltaf skemmt.
*Það getur vel verið að áfengi sé engin lausn, en maður gleymir þó a.m.k. vandamálinu.
*Tíminn er besti kennarinn, verst að allir nemendurnir deyja í miðri kennskustund.
*Að tala án þess að hugsa er eins og að skjóta án þess að miða.
*Við játum á okkur smávægilega ágalla til að leiða athyglina frá þeim stóru.
*Af öllu sem hann tapaði sá hann mest eftir vitinu.
*Vertu glaður yfir því að enn er ekki það versta skollið á.
*Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt að aðrir geri þér, smekkur þeirra gæti verið annar en þinnn.
*Sá sem gerir lítið á hverjum degi gerir mikið á mannsævi.
*Það er verst að ástin sé blind. Skárra væri það ef hún væri hölt, þá gæti maður ekki hlaupið á eftir hverjum þeim sem maður telur sig elska.
*Þegar þú sérð ekki sólina fyrir þeim sem þú elskar, biddu hann þá að færa sig.
*Þú verður að draga inn alla línuna áður en þú landar fisknum.
*Við erum alltaf að búa okkur undir lífið en gefum okkur ekki tíma til að lifa því.
*Gott skap er lífið sjálft.
*Elskaðu lífið þá mun lífið elska þig.
*Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka.
*Það er útilokað að vera hamingjusamur skorti mann ekkert af því sem maður óskar sér.
*Að lifa er að gleðjast yfir því sem manni hefur hlotnast.
*Gallinn við fólk nú á tímum er að það vill stíga beint í fyrirheitna landið án þess að fara yfir eyðimörkina fyrst.
*Þú finnur ekki sjálfan þig, þú skapar þig.
*Við getum ekki gefið börnunum okkar framtíðina, hvursu mikið sem við leitumst við að skapa hana, en við getum gefið þeim nútíðina.
*Að vera móðir er ekki starf, það er ekki heldur skylda, það er ein af mörgum forréttindum konunnnar.. það sama mundi ég segja um faðirinn.
*Þú getur látið endana ná saman en það er ekki víst að þeir passi
*þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili
*mótlæti er oft það regn sem boðar komu vorsins
*frá hamingju til óhamingju er aðeins eitt skref, frá óhamingju til hamingju er löng leið
*Fólk sem heldur að það þurfi alltaf að segja satt sést yfir einn góðann kost… að þegja
*sönn hamingja kostar lítið, samt borgum við mikið fyrir eftirlíkingarnar